UPPERCUT DELUXE KLIPPINÁMSKEIÐ Í ENGLANDI

Flokkur:

Lýsing

Við erum ótrúlega spennt að tilkynna: 2 ferðir til Uppercut Deluxe í haust! ✂️

Uppercut Deluxe, eitt vinsælasta herramerkið í heiminum, hefur bækistöðvar í Southampton, Englandi, og nú höfum við skipulagt tvær námskeiðsferðir til þeirra í september:

📅 8.–9. september

📅 22.–23. september

Á námskeiðunum færðu frábæra kennslu í herraklippingum og tækifæri til að kynnast þessu spennandi merki betur. Athugið að það er takmarkað pláss á hvert námskeið, svo það borgar sig að skrá sig sem fyrst!

Verð fyrir hvern þátttakanda er 140.000 kr. Athugið að flug og hótel eru ekki innifalin, en við höfum samið við hótel fyrir sérkjör fyrir alla sem taka þátt. Til að tryggja þér miða þarf að greiða staðfestingargjald upp á 40.000 kr., sem er óafturkræft.

Komdu með í skemmtilega ferð og dýpkaðu þekkingu þína í herraklippingum. Við hlökkum til að sjá þig með!

👉 Hafðu samband við sölufulltrúa til að fá nánari upplýsingar um námskeiðið og tryggja þér pláss

Sjáðu myndband hér frá The Foundry

Dagskrá innifalin:

•Fræðsla í The Foundry (sjá dagskrá hér að neðan)

•2x demó á módelum

•Námskeiðspakki (glósubók, penni, höfuðblöð + sérvarningur eingöngu fáanlegur í The Foundry)

•Máltíðir/skemmtiatriði

•Akstur til/frá Heathrow flugvelli

•Allar aðrar ferðir (t.d. frá Heathrow uppá hótel,  hóteli til The Foundry)

Dagskrá:

Dagur 1 – Fyrri hluti:

•Morgunkaffi + skoðunarferð um höfuðstöðvar + kynning á teyminu

•Kynning á námskeiði + myndefni

•Saga/uppruni vörumerkis + yfirlit yfir vörulínuna

•Klippidemó frá Uppercut Deluxe kennara

•Hádegisverður

Dagur 1 – Seinni hluti:

•Hands on á módeli – One on One kennsla með kennara

•Samantekt/upprifjun

•Kvöldverður, drykkir og skemmtanir

Dagur 2 – Fyrri hluti:

•Morgunkaffi

•Kynning á deginum

•Klippidemó frá Uppercut Deluxe kennara

•Ítarleg umfjöllun um vörulínu og stíliseringaraðferðir

•Hádegisverður

Dagur 2 – Seinni hluti:

•Hands on á módeli – One on One kennsla með kennara

•Samantekt/upprifjun

•Lokaathöfn + skírteini

•Akstur til Heathrow

 

vörumerki

Námskeið

Nýtt