MICHAEL GRAY LOOK & LEARN GREIÐSLUNÁMSKEIÐ 10.MARS // HANDS ON MASTERCLASS 11. MARS

Flokkur:

Lýsing

Skráning á Look & Learn: SMELLTU HÉR 

GREIÐSLUNÁMSKEIР – TVEGGJA DAGA VIÐBURÐUR MEÐ MICHAEL GRAY Í SAMVINNU MEÐ DIVA PRO

FYRSTU 30 SEM SKRÁ SIG FÁ VEGLEGAN ÓVÆNTAN GLAÐNING FRÁ DIVA PRO.

Michael Gray er margverðlaunaður hárstílisti frá Englandi og sérfræðingur í brúðarhári og greiðslum. Með yfir 16 ára reynslu hefur hann skapað sér nafn sem einn fremsti greiðslusérfræðingur í faginu.

Hann er þekktur fyrir nákvæmni, fagmennsku og vandaða útfærslu og hefur unnið með fjölda frægra einstaklinga fyrir stórviðburði og rauða dregilinn. Auk þess hefur hann unnið fyrir tímarit, tískusýningar og brúðkaup, þar á meðal fyrir forsíðu Vogue.

Til að sjá meira um Michael Gray mælum við með að skoða Instagram síðuna hans: @michaelgrayhair

Tveggja daga viðburður – Look & Learn + Hands-On Masterclass

10. mars – Look & Learn (kl. 18:30 – 21:00, húsið opnar kl 18:00)

Viðburðurinn hefst með sýningu í Sykursalnum, Gróska, þar sem Michael Gray deilir sínum bestu aðferðum og leyndarmálunum á bak við fullkomnar greiðslur og flæði í sítt hár.

Staðsetning: Sykursalurinn, Gróska

11. mars – Hands-On Masterclass (kl. 10:00 – 15:00) Uppselt/Biðlisti

Þátttakendur fá einstakt tækifæri til að vinna undir handleiðslu Michael Gray á Hands-On Masterclass. Hér færðu að æfa þig í að fullkomna tæknina og skapa fallegar greiðslur með sjálfsöryggi.

Staðsetning: Ison heildverslun

Verð:

Look & Learn: 10.000 kr.

Hands-On Masterclass: 35.000 kr. (Innifalið í verðinu er miði á Look & Learn)

Hafir þú spurningar, ekki hika við að senda tölvupóst á kristinn@ison.is.

Takmarkaður sætafjöldi – tryggðu þér sæti sem fyrst.

Skráning á Look & Learn: SMELLTU HÉR 

vörumerki

Námskeið