KEVIN MURPHY ÖRNÁMSKEIÐ 28. JANÚAR AUSTRALIAN LIGHTS

Flokkur:

Lýsing

🎨 Fyrsta KEVIN.MURPHY örnámskeiðið er 28. janúar!

ELEVATE YOUR COLOUR WORK

Við hjálpum þér að taka litavinnuna þína á næsta stig með því að kynna nýjustu trendin, betrumbæta tæknina þína og velja réttu vörurnar til að ná sem bestum árangri. Markmiðið er að skila fallegustu og fullkomnustu útkomunni fyrir hvern og einn.

🌟 Þema morgunsins er AUSTRALIAN LIGHTS

Innblásið af léttleika, náttúrulegum tónum og fallegum ljósum effektum.

Á námskeiðinu:

✔️ Skoðum við efni og litatækni sem skapa þessar útkomur

✔️ Sýnum skref fyrir skref myndbönd sem einfalda ferlið

✔️ Gefum þér fullt af hugmyndum og innblástur fyrir næstu litun

Námskeið hefst 9:15 og er ca 2 tímar.

Auðvitað er frítt á þetta námskeið, en skráning er nauðsynleg!

📧 Skráðu þig með því að senda tölvupóst á kristinn@ison.is

 

vörumerki

Námskeið