KEVIN.MURPHY CODE COVERS LITANÁMSKEIÐ 16.mars

Flokkur:

Lýsing

CODE.COVERS

 

Taktu þátt í einstöku bakvið-tjöldin ferðalagi inn í CODE herferðina – þar sem við tökum saman nýjustu litastefnur, tískuáhrif og þróun sem mótar komandi tímabil. Þú færð lifandi innsýn í liti, tóna og möguleika sem eru innblásnir af alþjóðlegri tísku og lærir hvernig þú getur notað þá til að þróa þinn eigin stíl í daglegu starfi.

Á námskeiðinu förum við ekki aðeins yfir hugsunina á bakvið formúlur og tískutrendi, heldur vinnum við einnig á dúkkuog prófum í framkvæmd þær aðferðir sem eru sýndar. Þetta er námskeið sem eflir þig bæði tæknilega og skapandi – og gefur þér verkfæri sem hækka standardinn í þínu daglega starfi, í viðskiptum og í samskiptum við viðskiptavini.

ÞÚ LÆRIR AÐ:

• Fá skýra sýn á stefnu og innblástur fyrir nýjustu litalúkkin

• Læra formúlur, aðferðir og fínstillingar fyrir litapallettu tímabilsins

• Skilja hvernig listræna teymið hugsar, vinnur og miðlar verkefnum

• Auka hæfni þína í litaformúleringu og ná fram nútímalegum, tískudrifnum og framsæknum litalitum sem viðskiptavinir elska

Fyrir hvern?

Fyrir  fagfólk sem vilja innleiða tískumiðaðar aðferðir, litaferla og formúlur strax í vinnu – bæði í daglegu starfi og fyrir listræn verkefni.

Ef þú vilt vita meira eða skrá þig: [email protected]

Hvar og hvenær:

📍 ISON – Vesturvör 30B

📅 9. febrúar

9:30–16:00

VERÐ: 35.000kr og æfingarhöfuð er innifalið.

vörumerki

Námskeið