KEVIN MURPHY LITANÁMSKEIÐ MEÐ KATE REID Í KAUPMANNAHÖFN

Flokkur:

Lýsing

Einstakt tækifæri með Kate Reid í höfuðstöðvum KEVIN.MURPHY í Kaupmannahöfn

Upplifðu ONE-OF-A-KIND litanámskeið með einum áhrifamesta fagmanni hársnyrti iðnaðarins í dag.

Kate Reid, Global Colour Design Director hjá KEVIN.MURPHY, hefur í yfir tvo áratugi mótað alþjóðlega litaþróun merkisins og leitt þróun COLOR.ME, GLOSS og CODE. Í nánu samstarfi við Kevin Murphy sjálfan stýrir hún skapandi litastefnu merkisins og fræðir fagfólk um allan heim. Sjaldgæft tækifæri til að læra af Kate Reid og fá ferska sýn á litavinnu í daglegu starfi.

Velkomin í KEVIN.MURPHY ACADEMY og upplifðu einstakt tækifæri til að fá Kate Reid, Global Colour Design Director, til að leiða þig inn í heim KEVIN.MURPHY og kynna 2026 Collection – MOODBOARD.

Markmið KEVIN.MURPHY er að hjálpa þér að skera þig úr á markaðnum með skýra og markvissa litastefnu sem aðgreinir þig og stofuna þína. Með þremur ólíkum litamerkjum er lögð áhersla á að hvert þeirra hafi sína sterku sjálfsmynd og tali beint til síns markhóps. Námskeiðið sýnir hvernig hvert litamerki fær sitt rými, sitt hlutverk og sína rödd – svo þú getir verið skapandi, mætt þörfum allra viðskiptavina og upplifað KEVIN.MURPHY COLOUR til fulls.

Námskeiðið er ætlað fagfólki sem leitar að nýjum innblæstri, litauppskriftum og leiðum til að þróa áfram litablöndur, formúlur og tækni. Dagskrá daganna snýst um faglega dýpt, fræðslu og skapandi vinnu á hármódelum undir leiðsögn Kate, þar sem ný tækni og litir eru nýttir til að bæta árangur og spara tíma á stofu.

Kvöldin verða ekki síður hluti af upplifuninni – skemmtileg dagskrá, góður matur og frábær félagsskapur í sjálfri kóngsins Köben. Þar hittist hópurinn utan akademíunnar, nýtur borgarinnar og skapar minningar sem gera ferðina að heildstæðri og ógleymanlegri upplifun.

Innifalið í miðaverðinu

  • Tveggja daga litanámskeið
  • Efnisgjald
  • Hádegismatur báða daga
  • Kvöldverður á flottum veitingastað – matur og borðvín innifalið
  • Mörg stéttarfélag veita styrk fyrir svona námsferðir!

Miðaverð: 100.000kr

Við bókun greiðist staðfestingargjald 50.000 kr sem er óafturkræft.

vörumerki

Námskeið

Nýtt