Lýsing
Revlon Professional Equave Kids™ Princess Look™ Detangling Conditioner er leave-in næring sem er hönnuð sérstaklega fyrir barnahár. Formúlan inniheldur keratín og mýkjandi efni sem draga úr flækjum, slétta hárið og koma í veg fyrir rafmagn í hárinu. Hárið verður silkimjúkt, glansandi og auðvelt að greiða. Inniheldur UVA/UVB vörn sem verndar hárið gegn sólinni. Léttur blóma- og ávaxtailmur gerir umhirðuna að skemmtilegri upplifun fyrir börn.